

Hvernig viltu styrkja?
Þroskahjálp
Mánaðarlegir styrktaraðilar eru mikilvægir bakhjarlar Þroskahjálpar í réttindabaráttu fyrir fatlað fólk. Mánaðarleg framlög gera samtökunum kleift að beita sér fyrir mannréttindum og jöfnum tækifærum fatlaðs fólks, sér í lagi fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir.
Sem mánaðarlegur styrktaraðili tekur þú með framlagi þínu virkan þátt í framsæknu starfi Þroskahjálpar og ert hluti af breiðfylkingu sem ætlar að ryðja úr vegi manngerðum múrum samfélagsins sem standa í vegi fyrir virkri þátttöku og sjálfstæðu lífi fatlaðra einstaklinga.
Framlög þín nýtast í fjölbreytt verkefni. Þau fara til dæmis í að auka tækifæri fatlaðs fólks í atvinnulífinu, að veita stjórnvöldum aðhald í málefnum fatlaðra, að auka sýnileika fatlaðs fólks í samfélaginu og tryggja að fatlað fólk sé alltaf leiðandi í málefnum sem snúa að þeim. Að auki nýtast framlög þín í alþjóðleg verkefni Þroskahjálpar og því nær slagkrafturinn fyrir jafnara samfélagi út fyrir landssteina.
Með því að styðja Þroskahjálp mánaðarlega gerir þú okkur kleift að beita okkur í málefnum af krafti ásamt því að geta brugðist hratt við þegar upp koma tækifæri til að knýja á um breytingar, bæði þegar kemur að viðhorfi samfélagsins og þegar við kemur stjórnvöldum.
Um Landssamtökin Þroskahjálp
Landssamtökin Þroskahjálp eru mannréttindasamtök sem berjast fyrir réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks. Þroskahjálp vinnur fyrir allt fatlað fólk og fjölskyldur þeirra. Sérstök áhersla er á réttindi og tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir, fatlaðra barna og fatlaðs fólks af erlendum uppruna. Samtökin voru stofnuð árið 1976 og allt starf samtakanna byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlas fólks, heimsmarkmiðum SÞ og barnasáttmála SÞ.