Hvernig viltu styrkja?

Solaris hjálparsamtök

Solaris eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að bregðast við þeirri neyð sem flóttafólk býr við á Íslandi sem birtist meðal annars í bágum aðstæðum, félagslegri einangrun og skorti á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Samtökin veita flóttafólki neyðaraðstoð sem getur verið allt frá stuðningi til kaupa á mat, lyfjum eða fatnaði yfir í kostnað við lögfræði- og/eða heilbrigðisþjónustu.

Markmið samtakanna er að hvetja til umbóta í málefnum fólks á flótta og stuðla að því að mannúð og réttlæti sé haft að leiðarljósi í málaflokknum, að berjast fyrir bættri stöðu flóttafólks hér á landi og fyrir því að mannréttindi þeirra séu ávallt virt. Þá eru samtökin vettvangur fyrir fólk með flóttabakgrunn til þess að segja sögu sína og vekja athygli á málefnum sem snerta hagsmuni fólks á flótta.

Samtökin standa fyrir mannlega reisn, valdeflingu og samkennd og endurspeglast það í starfi samtakanna. Hægt er að kynna sér samtökin og starf þeirra á solaris.help

Solaris eru sjálfboðaliðasamtök og allur stuðningur fer beint í aðstoð við skjólstæðinga samtakanna. Með því að styðja Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi leggur þú þitt af mörkum í neyðaraðstoð við fólk á flótta.

Takk fyrir stuðninginn!

Solaris is a humanitarian aid organisation for refugees and asylum seekers in Iceland. The main goals of the organisation is to assist with emergencies amongst refugees and asylum seekers in Iceland, to push for improvements in conditions, fight for equality and justice and against racism and discrimination, offer a platform for refugees and asylum seekers to tell their stories and offer education about refugee matters. Solaris is a free and independent voluntary organisation.

Solaris.help