Hvernig viltu styrkja?

Rótin

Rótin er málsvari kvenna og kvára sem eiga sögu um áföll og/eða vímuefnavanda og beitir sér fyrir mannréttindum og velferð þeirra.

Félagið rekur meðal annars Konukot, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

Meðal markmiða félagsins er að beita sér fyrir faglegri stefnumótun sem hefur að leiðarljósi skaðaminnkun, mannréttindi og áfalla- og kynjamiðaða þjónustu. Rótin stuðlar jafnframt að rannsóknum og hvetur til öflugra samstarfs á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila, auk þess að standa að fyrirlestrum, námskeiðum og ráðstefnum.