Hvernig viltu styrkja?
Okkar heimur
Okkar heimur eru góðgerðarsamtök sem starfa í þágu barna sem eiga foreldra með geðvanda. Samtökin voru sett á laggirnar 2021 vegna skorts á stuðningi við þennan hóp barna.
Okkar heimur berst fyrir bættri stöðu þessara barna með það markmið að tryggja að þau fái þann skilning, umhyggju og úrræði sem þau eiga skilið. Starf Okkar heims felst meðal annars í réttindabaráttu, gerð fræðsluefnis, fjölskyldusmiðjum fyrir börn og foreldra, fræðslu í grunnskólum og samstarfi við geðþjónustu Landspítalans.
Með þinni aðstoð getum við haldið þessu mikilvæga starfi áfram. Þú getur styrkt Okkar heim með eingreiðslu eða gerst mánaðarlegur styrktaraðili.