Hvernig viltu styrkja?
MS-félag Íslands
MS-félagið vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning, stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi og sem málsvari þeirra gagnvart hinu opinbera.
MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Á hverju ári greinast að jafnaði um 25 manns með MS hér á landi, flestir á aldrinum 20-40 ára. Áætlað er að um 820 manns séu haldnir MS-sjúkdómnum á Íslandi í dag.