Hvernig viltu styrkja?
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
Mæðrastyrksnefnd eru samtök sem styðja við einstæða foreldra og forsjáraðila, öryrkja, eldri borgara og aðra sem hafa lítið á milli handanna með matar- og fataúthlutunum auk annarra styrkja.
Fólk sem þarf á stuðningi að halda getur komið til Mæðrastyrksnefndar tvisvar í mánuði og fyllt poka af matvælum og annarri nauðsynjavöru. Í hverjum mánuði leita um 800 heimili til Mæðrastyrksnefndar og í desember hækkar sú tala upp í 2.000 heimili.
Við úthlutanir starfa sjálfboðaliðar sem margar hafa verið við sjálfboðaliðastörf hjá samtökunum í mörg ár og eru fulltrúar þeirra kvenfélaga sem standa að Mæðrastyrksnefnd, en þau eru: Thorvaldsensfélagið, Hvítabandið, Félag háskólakvenna, Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, Kvenfélag Alþýðuflokksins og Félag framsóknarkvenna.
Með því að gefa poka, hvort sem það er í eitt skipti eða mánaðarlega, leggur þú þitt af mörkum við að styðja þau sem þurfa á því að halda. Ykkar stuðningur skiptir sköpum.