Hvernig viltu styrkja?
Krýsuvíkursamtökin
Sem styrktaraðili að Krýsuvík leggur þú mikilvægu meðferðastarfi lið og leggur þitt að mörkum til að bæta aðstöðu, gæði og eftirfylgni í fíknimeðferð fyrir langt leiddan og viðkvæman hóp.
Krýsuvík er meðferðastofnun fyrir fólk með alvarlega fíknisjúkdóma. Þar er boðið upp á áfallamiðaða 12 spora meðferð og er markmið Krýsuvíkur að gera skjólstæðingum kleift að vaxa og þroskast sem persónur og fá tækifæri til að komast aftur inn í samfélagið sem virkir þjóðfélagsþegnar.
Biðlisti Krýsuvíkur er langur en undanfarin ár hefur þó tekist að auka fjölda plássa í meðferðinni úr 21 í 26 og stefnum við á að bæta við 3 plássum til viðbótar á þessu ári til að fleiri fái tækifæri til betra lífs.