Hvernig viltu styrkja?
Kraftur
Á hverju ári greinast 70 ungir einstaklingar með krabbamein á aldrinum 18-40 ára. Með mánaðarlegum framlögum frá Kraftsvinum getum við sett aukinn kraft í þau fjölbreyttu verkefni sem við sinnum, til að mynda:
❤ Veitt ungu fólki, sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum, andlegan og félagslegan stuðning.
❤ Boðið upp á mikilvægan stuðning í formi jafningjastuðnings og hópastarfs.
❤ Veitt félagsmönnum fjárhagslegan stuðning.
❤ Gætt hagmuna félagsmanna og staðið vörð um réttindi þeirra.
❤ Stuðlað að vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein.
Með því að gerast Kraftsvinur stendur þú við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.
Starfsemi Krafts er eingöngu rekin með styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum.