Hvernig viltu styrkja?

Foreldrahús

Foreldrahús er eina úrræðið hér á landi sem grípur börn og ungmenni með fjölþættan vanda og/eða í vímuefnaneyslu og styður fjölskyldur þeirra. Frá 1986 höfum við staðið við bakið á þessum hópi og þörfin fyrir hjálp hefur aldrei verið jafn brýn og nú. Sífellt fleiri börn og unglingar leiðast út í vímuefnaneyslu og hefur ofbeldi meðal unglinga aldrei verið tíðari hér á landi. Á sama tíma hefur hið opinbera kerfisbundið skorið niður í fjárframlögum til starfsemi Foreldrahúss. Nú biðlum við til fólksins í landinu um að leggja sitt af mörkum til að halda Foreldrahúsi opnu svo við getum haldið áfram að vera til staðar fyrir þau sem þurfa á okkur að halda.