Hvernig viltu styrkja?
Endósamtökin
Meginmarkmið Endósamtakanna er að veita fólki með endómetríósu og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu, auk þess að fræða félagsfólk, almenning, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisyfirvöld um endómetríósu. Þá vilja samtökin efla tengsl milli fólks með endómetríósu og heilbrigðisstarfsfólks/yfirvalda og stuðla að bættri þjónustu við fólk með endómetríósu og almennt vinna að bættum hag þeirra.
Starfsemi Endósamtakanna er þríþætt:
- Stuðningur, ráðgjöf og fræðsla fyrir félagsfólk samtakanna.
- Fræðsla um endómetríósu.
- Starfa með öðrum félagasamtökum hér á landi sem erlendis, að sameiginlegum markmiðum og starfa með heilbrigðisstarfsfólki og yfirvöldum við að stytta greiningartíma endómetríósu og auka aðgengi þeirra sem glíma við sjúkdóminn að úrræðum og aðstoð.