Hvernig viltu styrkja?

Dýraverndarsamband Íslands

Ekkert dýr á að þjást
Dýraverndarar eru hópur hugsjónafólks sem með mánaðarlegu framlagi sínu eflir störf Dýraverndarsamband Íslands í þágu velferðar dýra í landinu. Við bjóðum ykkur öll velkomin í hópinn. Með mánaðarlegum stuðningi getum við gert svo miklu meira og staðið saman í þágu dýranna sem við deilum heiminum með.

Félagið er sameiginlegur vettvangur þeirra sem vilja stuðla að velferð dýra, villtra og taminna, búfjár og gæludýra.  Við leggjum áherslu á miðlun upplýsinga og fræðslu og látum okkur allt varða sem snertir meðferð dýra og velferð þeirra. Við viljum gera enn betur og þurfum á þínum stuðningi að halda til þess.

Dýraverndarsamband Íslands er félag dýravina, stofnað þann 13. júlí 1914.